40-50 kökur
- 200 gr möndlumjöl (eða 100 gr möndluflögur og 100 gr möndlumjöl)
- 3 ¼ flórsykur - sigtaður
- 3 eggjarhvítur
Blandið möndlum saman við flórsykurinn. Eggjahvíturnar stífþeyttar. Allt blandað varlega saman. Sett með teskeið á bökunarpappír. Bakað við 180 C í 10-15 mín. látið kólna.
- 1 ½ dl sykur
- 1 ½ dl vatn
- 6 eggjarrauður
- 300 gr smjör
- 2 msk kakó
- 2 tsk kaffiduft
- 250 gr suðusúkkulaði - brætt
- Vatn og sykur soðið saman í síróp í 8-10 mín. ATH nákvæmt.
- Eggjarrauðar þeyttar þar til kremgular og þykkar.
- Hellið þá sýrópinu í þunnri bunu út í eggjarrauðrunar og þeytið á meðan.
- Látið kólnað.
- Síðan er mjúku smjörinu bætt út í og þeytt á meðan.
- Kakó og kaffi bætt í.
- Þarf að kólna vel.
- Þykku lagi er smurt á botn hverrar köku - sléttu hliðina og látið kólna í kæli.
- Kremhliðinni dýft í bráðið súkkulaði. Súkkulaðið þarf að kólna niður í ca 40 C áður en hægt er að hjúpa með því.