Rattatouille - Msa'aa

  • 2 sætar kartöflur eða 1/2 butternut squash skorið í stóra bita - 4 cm

  • 2 Kúrbítar - skornir í stóra bita


  • 2-4 eggaldin skorið stórt

  • 1-2 rauðar papríkur skornar í stóra bita

Allt kryddað með salti og pipar og smá olívuolíu. Kartöflur og kúrbítar bakað við 200C í 10 mín og svo hinu bætt útí og svo bakað áfam í 15 mín í viðbót


Sósan:

  • 2 laukar fínt skornir

  • 7 hvítlauksrif

  • 1 -3 tsk af líbanskri 7 kryddablöndu

  • 1 tsk malað cumin

  • 1-3 greinar af rósmarín

  • 1-6 greinar af blóðberg - timjan

  • 6 stórir tómatar eða 1-2 fernur af tómatamauki

  • 1 dós tómatpúrra

  • 1 dós kjúklingabaunir

  • 100-300 ml grænmetiskraftur

  • 1-2 msk balsamic edik

  • salt og pipar

Laukurinn og hvítlaukurinn steikt saman á pönnu, öllu hinu bætt saman við og látið sjóða saman. Grænmetið og sósan sett saman í pott/eldfast með loki og látið bakast í ofni í 20 mín í viðbót.


Gott að bera fram með blómklálsgrjónum.