Fylling:
125 gr (1/2 bolli) nýkreistur sítrónusafi
Börkur af 1 sítrónu
100 gr sykur (1/2 bolli)
2 egg
2 eggjarauður
Eggjum og rauðum pískað saman. Allt hitt hitað í potti á meðan, síðan er eggjunum blandað varlega út í pottinn og hrært í á meðan þangað til fer að þykkna og allt að því krauma. Sett í forbakaðan botn og bakað í 5 mín við 180 c.
Baka/botn:
90 gr smjör
1 msk olía
3 msk vatn
1 msk sykur
125 gr hveiti
Smjör, vatn, olía og sykur brætt saman á pönnu. Hveitinu bætt saman við út á pönnuna og hrært þar til blandan verður hálf glær. Sett í form og smurt og sléttað með sleikju meðan heitt, síðan er gott að nota fingur og hnúana til að pressa deigið út í formið. Bakað við 210 c í 15 mín.
Tip: ef maður vill nota lausbotna form og taka bökuna úr forminu og ætlar að setja þunna fyllingu í er gott að vita að botninn vill springa smá. Þá er gott að geyma pínu pons af deigi og og setja í sprungurnar þegar baka kemur út.