Uppskrift frá Tapasbarnum
5 eggjarauður
125 gr sykur (má minnka og nota stevíu (30 gr kókossykur + 1 tsk stevíudropar))
75 gr kókosmjöl (gott að hella sjóðheitu vatni yfir og láta það draga í sig vökvann í 30-60 mín, vinda samt vel þannig að vatn fari ekki með í blönduna)
500 ml þeyttur rjómi (eða vegan þeytirjómi (notaði síðast 1/4 lt vegan rjóma og þykka kókospartin af kókosmjólk sem ég var búin að kæla- þeytti saman)
Eggjarauður þeyttar með sykrinum. Kókosmjölið bleytt upp og bætt útí. Sett varlega saman við þeyttan rjóman. Fryst í 1 klst og svo hrært upp og fryst áfram.
Geggjað gott að gera marens úr eggjahvítunum eða mangó sorbet. Bera svo fram ísinn með berjum, marens eða sortbet og smá súkkulaðisósu og toppa svo með ástaraldin.