Korma kjúklingur

4 msk olía

2.5 cm kanilstöng

4 grænar kardimomur - marðar

1 tsk hvítlauks- og enigfermauk

3 msk sykur - nota minna

6 msk möndlumjöl (ég sleppi og nota meira af kókoshveiti)

2 msk kókoshveiti

700 ml karrý grunnsósa

100 gr kókosblokk (nota þykka hlutan af kókosmjólk og/eða uppleytt kókosmjöl maukað í blender)

800 gr kjúklingabringur skornar í 5mm sneiðar eða foreldaður kjúklingur (sjá uppskrift hér)

1 msk garam masala

125 ml matreiðslurjómi (nota kókosmjólk eða vegan rjóma)

1 msk rósavatn eða eftir smekk

2 msk smjör (má sleppa)

Salt eftir smekk


  1. Heilu kryddin steykt í 30 sek og hrært stöðugt í

  2. Hvítlauks- og engifermauki bætt út í steikt í 30 sek í viðbót

  3. Möndlu og kókóshveiti bætt út ásamt 250 ml af karrý grunnsósu - látið sjóða smá saman áður en rest af grunnsósu er bætt út í

  4. Kjúklingi bætt út í og látin sjóða í ca 10 mín eða þar til eldaður. 2 mín fyrir foreldaðan kjúkling

  5. Má bæta við meiri grunnsósu ef þarf

  6. Kardimomur og kanilstöng veidd uppúr

  7. Rjóma eða kókosmjólk bætt út í

  8. Rósavatni bætt útí og smjöri ef maður vill

  9. Saltað og sykrað að vild

Tips: Í stað kjúklings er gott að nota brokkál, sæta kartöflu eða blómkál