Sniðugar á veisluborð bæði í matarveislum og kaffiveislum. Man ekki hvaðan uppskriftin er fengin.
Úr uppskriftinni fást 80-90 bollur eftir stærð og á eftir fylgja uppskriftir að sætum og ósætum fyllingum, sem má sprauta í bollurnar eða setja á milli. Ófylltar geymast bollurnar vel í frysti og fyllingarnar má líka frysta, þótt hangikjötsfylling, sítrónufylling og rúsínufylling þola frostið verr en aðrar.
SP
Vatnsdeigsbollur
1. Sigtið hveitið. Hitið vatn, salt og smjör í potti þar til smjörið hefur bráðnað.
2. Látið suðuna koma upp, takið pottinn af hellunni og dembið öllu hveitinu út í og hrærið saman af krafti með trésleif.
3. Hrærið þar til blandan er laus frá botninum og setjið þá pottinn aftur á helluna og hrærið í örlitla stund, við mjög lágan hita. Takið pottinn af hellunni og kælið.
4. Hrærið tvö egg saman við með sleif, bætið svo öðrum eggjum við, einu í einu. Hrærið vel á milli helst með handþeytara eða hrærivél.
5. Athugið að setja ekki meira af eggjum en þarf. Þegar deigið er tilbúið á það að vera gljáandi og sleppa sleifinni, en ekki það þunnt að erfitt sé að sprauta því.
6. Sprautið deigi á smurða plötu með sprautupoka og einföldum stút. Gerið mjög litlar bollur.
7. Bakið bollurnar við 200 hita í 20-25 mínútur.
8. Kælið, kljúfið hverja bollu og setjið fyllingu í með teskeið, eða sprautið í.
Laxafylling
1. Hrærið sýrðum rjóma og majónes vel saman.
2. Saxið eggin og laxinn í litla bita og blandið saman við.
3. Kryddið blönduna með dilli.
Gráðostafylling með döðlum
1. Hrærið rjómaostinn mjúkan og blandið sýrða rjómanum vel saman við.
2. Rífið gráðostinn og saxið döðlurnar smátt.
3. Blandið öllu vel saman.
Hangikjötsfylling
1. Hrærið saman sýrða rjómann og majónesið.
2. Skerið hangikjötið niður í mjög litla teninga og blandið því saman við.
3. Blandið steinseljunni saman við.
Hvítlauksfylling
1. Hrærið sýrða rjómann mjúkann.
2. Pressið hvítlauksrifin og blandið þeim saman við sýrða rjómann.
3. Kryddið með dilli og steinselju.
Skinkufylling
1. Hrærið saman sýrðan rjóma og majónes.
2. Skerið eggin og skinkuna niður í litla teninga og blandið því saman við.
3. Blandið söxuðum graslauknum saman við.
Fylling með kókos og súkkulaði
1. Þeytið rjómann, sigtið flórsykurinn og blandið saman við.
2. Saxið súkkulaðið og blandið því ásamt kókosmjölinu saman við rjómann.
Sítrónufylling
1. Þeytið rjómann með sykrinum.
2. Kreistið safann úr sítrónunum og rífið börkinn smátt.
3. Blandið sítrónusafanum smátt og smátt saman við rjómann, hrærið stöðugt í á meðan.
4. Blandið sítrónuberkinum saman við.
Súkkulaðifylling með hnetum
1. Brytjið súkulaðið og setjið í skál.
2. Komið upp suðu á rjómanum og smjörinu.
3. Hellið sjóðheitri rjómablöndunni yfir súkkulaðið og hrærið stöðugt þar til blandan er slétt. Kælið aðeins.
4. Þeytið blönduna í 35 mínútur og blandið að síðustu hnetunum saman við.
Piparmyntufylling
1. Þeytið rjómann og brytjið súkkulaðið í litla bita.
2. Blandið piparmyntusúkkulaðinu saman við rjómann.
Rúsínufylling
1. Þeytið rjómann og blandið saman sykri og kanil.
2. Saxið rúsínurnar smátt.
3. Blandið kanilsykrinum og söxuðum rúsínunum saman við rjómann.