Thai forréttur - Miang Som
Forréttur þar sem allt er borið fram í littlum skálum og hver og einn setur í sitt lauf:
Lauf: t.d. Betel lauf, fást í Mai Thai á hlemm og í Vietnam market (má nota stór spínat lauf í neyð)
Innihald allt smá brytjað nema hnetur og kókos:
- Salthnetur - vel ristaðar á pönnu
- Kókosflögur- vel ristaðar á pönnu
- Lime - (Kafír lime eða venjuleg með þunnum berki) söxuð smátt með berkinum
- Engifer - smásaxað
- Rauðlaukur - (eða rauðir shallots) smásaxað
- Rautt chilly - smásaxað
- Kóríander - saxað
- þurrkaðar rækjur - smá saxaðar - fást í fisku - má sleppa
Sósan:
Sósan:
Tvöföld dugar rétt svo fyrir 13 manns
- 1 msk þurrkaðar rækjur - fást í Fiska.is
- 1/2 tsk af shrimp paste (má sleppa - kæst illalyktandi rækjukæfa - angar eins og hákarl - fæst í fiska.is)
- 3 msk ristaðar kókos flögur sem búið er að tæta í blendernum
- 2 msk ristaðar salthnetur sem búið er að tæta í blendernum
- 3 bird's eye chillies tætt ( má líka nota venjulegt rautt chilly)
- 1 1/2 msk engifer
- 2 msk galgangal - bakað ( thai engifer sem er eldra - fæst frosið í fiska.is - má nota meira af venjulegu engiferi
- 3 msk rauðlaukur
- 1 bolli pálmasykur - (bestur úr Mai thai á hlemm, klummpur í poka)
- 1/2 bolli vatn
- 4 msk fikisósa
- 3msk af tamarind vatni - notum tamarind consentrat sem við þynnum með vatni (2 msk í
Aðferð:
Rækjur tættar einar og sér í blender, enginfer og galangal rauðlauk og chilly bætt útí með smá vatni og tætt. Næst eru ristuðar salthnetur og kókosflögur tættar saman, ekki of mikið samt.
Þetta allt sett á pönnu ásamt pálmasykrinum tamarindvatni, fikisósu og vatni- látið sjóða niður þar til úr verður hungansþykk sósa.
ATH bls. 484 í David Thomsons - Thai food bókinni