Lúxus svambotnar

Frá ömmu maggý

  • 4 egg
  • 1/2 tsk creme of tartar
  • 1 bolli sykur
  • 1 bolli sigtað hveiti
  • 3/4 tsk lyfitduft
  • 1/4 tsk salt
  • 1 tsk vanilludropar
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 1/4 bolli vatn

Eggin sem eiga að vera við stofuhita eru aðskilin, hvíturnar þeyttar með cream of tartar. 1/2 bolla af sykri bætt út í einni matskeið í einu. Rauðurnar eru þeyttar og 1/2 bolla af sykri bætt hægt út í. Þurrefnin sameinuð og vatni sítrónusafa og vanilludropum hellt saman. Þessu er nú bætt saman við eggjarauðurnar til skiptis. Hvíturnar settar saman við varlega síðast. Sett í 2 vel smurða botna (hveitidreifða) Bakað við 180 C í 25ö30 mín.