Skera allt niður áður enn byrjað er að steikja.
1 brokkál brotið niður í klasa á stærð við munnbita
1-2 laukar sneiddir
5-7 hvítlauksrif
1 bakki sveppir, skornir í fernt
Sósa:
1/2-1 dl sojasósa
1 -2 tsk husk - hrært saman við sojasósuna
1-3 msk sesamolía
Má líka nota ostursósu eða sveppa-sojasósu í staðinn fyrir sojasósuna.
Aðferð:
Laukur, hvítlaukur og sveppir steiktir á pönnu, brokkáli bætt við og steikt áfram í 2-5 mín. Sósunni bætt útá og suðan látin koma upp og sósan þykkna örlítið.
Mjög gott að henda lúku af salthnetum (léttristuðum) út á í blálokinn áður en rétturinn er borinn fram.
Borið fram með grjónum.