1 kg Íslenskur humar í skel - líka mjög gott að nota risarækju (hráa í skel)
300 gr smjör
10-20 hvítlauksrif (eftir smekk)
5-7 dl hvítvín (eftir smekk) - (nota það sem hendi er næst en oftast óáfengt matreiðsluhvítvín)
1 búnt að ferskum kryddjurtum: kóriander, steinselja eða basil
2-4 tsk fiskikraftur frá Oscari
2-3 tsk grænmetiskraftur frá Oscari
Piprað vel - svartur nýmalaður pipar, nota stundum hvítann malaðann
Saltað ef þarf
Aðferð:
Hvítlaukur steiktur í smjörinu, hvítvíni bætt út í, kryddað og látið sjóða niður í ca 10-15 mín. (Set oft einn humar/rækju út í á þessum tímapunkti til að fá skelbragðið). Humarnum/rækjunni bætt út í sósuna, suðan látin koma upp aftur, passa að ofsjóða ekki. Borið fram með nýbökuðu brauði á diskum sem taka vel við mikilli sósu.