4-6 lambaskankar eða 1-2 lambabógar - saltað og piprað og bakað í 20 mín í ofni við 200 ¨c
Sósan sem kjötið er síðan hægsoðið í er:
- 2-3 rauðlaukar steiktir á pönnu
- tómatamauk (1- 75 gr dós) sett saman við
- 250 ml rauðvín bætt út í og látið sjóða
- 6 Timjan greinar
- 6 Lárviðarlauf
- 6 stjörnu anísar
- 1-3 tsk af Cayenne pipar
- 1-2 msk karry
- 500-1000 ml af vatni + kjötkraft af eigin vali
- 2 dósir af kókosmjólk
- salt og pipar
- 3 x Sítrónugras gróft skarið
- 3 þumlungar engifer stórskorið
- 12 hvítlauksrif heil
Gott að bæta grænmeti út í s.s.
- Sveppum
- Gulrótum
- Lauk
- Blómkáli
- Brokkáli
Við setjum þetta allt í stóra steikarpottinn og setjum kjötið í og látum í ofn:
- Má vera 2 klst við 175 C
- eða 4-6 klst við 140C
Borið fram með kartöflu- eða blómkálsstöppu