Þessi uppskrift er úr bók sem Beta sendi mér frá Tælandi þegar hún var þar á matreiðslunámskeiði.
Fyrir 2
150 g kjúklingur skorinn í litla bita
50 g sveppir
1 dós kókosmjólk
1 bolli mjólk
6 Kaffir lime lauf (eða börkur af lime)
2 sítrónugras stilkar skornir smátt og settir í síu.
2 msk engiferrót söxuð smátt
3 rauðir chili skornir smátt
1 laukur skorinn smátt
Safi úr 2 lime
4 msk soyasósa
2 tsk sykur
Hitið kókosmjólkina og mjólkina á lágum hita. Setjið sítrónugrasið og kaffirlime laufin í tesíu ofaní pottinn. Setjið engifer og chili útí ásamt kjúklingnum hrærið ekki þar til kjúklingurin er soðinn. Bætið þá lauknum og sveppunum útí. Hitið þar til tilbúið og bragðbætið þá með limesafa, sojasósu og sykri.
Berið fram eitt og sér eða hellið yfir hrísgrjón í skál og borðið.