Post date: Nov 10, 2010 11:32:5 PM
Þessi kaka er ómissandi á jólunum. Hún er líka mjög einföld að gera.
Botn
1 egg
60 g hveiti
50 g Kókosmjöl
2 tsl lyftiduft
Setjið egg og sykur í skál og þeytið vel saman. Hrærið kókosmjöli, hveiti og lyftidufti saman við. Setjið deigið í smelluform 22 cm stórt.
Toppur
1,5 stk epli (græn eða gul)
1 banani
100 g döðlur
100 g suðusúkkulaði
30 g sykur
15 g kókosmjöl
Blandið öllu saman og þrýstið ofan á botnana. Bakið við 190°C í 35 mín.