3 bollar hveiti
1/4 tsk instant ger
1 tsk salt
1 1/2 bolli volgt vatn
Pottur úr járni, stáli eða keramik og þolir 225°C.
Blandið öllu sem á að fara í deigið í skál með sleif þar til það er vel hrært saman.
Setjið matarfilmu á skálina og látið hefast í 12-20 klst á eldhúsborðinu.
Setjið deigið á hveitistráð borð í einu lagi. Bleytið hendurnar til þess að deigið festist ekki við þær.
Brjótið deigið inn að miðju þar til það er nokkuð þétt. Smyrjið skálina að innan með olíu og skellið deiginu aftur í skálina. Látið hefast í 2 klst.
Hitið ofninn ásamt pottinum við 225°C 20 mín áður en að 2 klst eru liðnar.
Skellið deiginu í pottinn (sumir segja þ.a. slétti endinn snúi niður en ég læt alltaf slétta endan snúa upp).
Bakið við í 30 mín með pottlokið á og svo í 15-20 mín með lokið af.
Brauðið á að vera fallega brúnt að ofan, kjarnhiti 95-100°C.
Hellið úr pottinum á vírbretti og leyfið brauðinu að kólna.