150 g haframjöl
280 g hveiti
150 g púðursykur
30 g kókosmjöl
1 tsk matarsódi
1/2 tsk lyftiduft
200 g smjörlíki
Blandið öllu saman, þrýstið 3/4 af deiginu ofan í 22 cm hringlaga form. Smyrjið 6 msk. af rabarbarasultu eða annarri sultu ofaná og dreifið svo restinni af deiginu ofaná sultuna.
Bakað í miðjum ofni við 200°C hita í 40-45 mín.
Ég hef notað mauk úr frosnum jarðaberjum í staðinn fyrir sultu.