Þessi fiskisúpa er úr Mogganum upphaflega fengin frá Sigríði í Fjöruhúsinu á Hellnum Snæfelssnesi.
1 laukur
1 gulrót
1 sellerístöngull
1-2 msk. smjör timjan
1-2 dl hvítvín
1 ltr. fiskisoð
smásletta af rjóma
salt og pipar
Snöggsteikið grænmetið í smjörinu ásamt timjaninu. Hellið því næst hvítvíninu yfir og sjóðið í smá stund áður en fisksoðinu er bætt saman við.
Saltið súpuna og piprið eftir smekk og hellið að því loknu rjómanum út í og leyfið suðunni að koma upp. Súpan á þó ekki að sjóða. Gott er líka að bragðbæta súpuna með púrtvíni áður en 500-600 g af þeim fisktegundum sem kokkinum þykja bestar, eða ferskastar eru hverju sinni, er bætt saman við. Súpan er því næst látin sjóða í nokkrar mínútur áður en hún er borin fram.
Gott er að hafa nýbakað brauð sem meðlæti með súpunni.