Þessi uppskrift er fyrir tvo.
500 g Súpukjöt
1 l vatn
1/2 lítill laukur
1 1/2 msk súpujurtir
1/2 tsk timian
1/2 grænmetisteningur lúka af hrísgrjónum
150 g sætar kartöflur
100 g kartöflur
75 g gulrætur salt og pipar eftir smekk
Fituhreinsið kjötið örlítið og sjóðið í vatninu í 5 mín fleytið froðunni ofanaf. Saxið laukinn og setjið útí vatnið ásamt súpujurtunum, timian og teningi. Sjóðið áfram í 40 mín. Setjið hrísgrjónin útí á tímabilinu. Skerið grænmetið í litla bita og setjið útí og sjóðið áfram í 15-20 mín. Fer eftir stærðinni á bitunum.
Gaman er að prófa að setja sveppi og græna papriku útí.