1/3 bolli blanda af mjólk og vatni, volgt
2 tsk ger
2 bollar hveiti
1 tsk salt
2 egg
2 msk sykur
175 g smjörlíki, brætt
12 bitar suðusúkkulaði
Þeytt egg til að pensla með.
Setjið mjólkurblönduna og ger í hrærivélaskál, hrærið þar til gerið er uppleyst. Látið standa í 10 mín.
Bætið helminginu af hveitinu og salt saman við gerblönduna og hrærið í 2 mínútur. Hrærið eggin saman við á lágum hraða og svo sykrinum.
Hrærið í 3 mín. Á lágum hraða er bræddu smjöri og restinni af hveitinu blandað smám saman saman við. Hrærið svo þar til deigið er allt komið saman og festist ekki lengur við skálina u.þ.b 5 mín.
Setjið plastfilmu á skálina og látið deigið hefast í 1 klst.
Mótið kúlur úr deiginu alls 12 stykki setjið einn bita af súkkulaði inn í hverja bollu og mótið totu ofaná. Setjið í muffins form eða brioche form.
Látið hefast í 30 mín. Penslið með eggjahræru.
Bakið við 200°C í 12-15 mín.