Post date: Dec 26, 2010 4:35:7 PM
Þetta setti ég saman þegar ég nennti ekki að grilla sætar kartöflur í matinn, þetta er næstum því eins gott. Fyrir 4.
2 stórar sætar kartöflur
2 vorlaukar
1 cm engiferrót
2 msk rjómaostur
Flysjið kartöflurnar, skerið í 2 cm teninga og sjóðið í 20 mín eða þar til hægt er að stinga gaffli í gegn.
Maukið kartöflurnar með gaffli og hrærið saman við söxuðum vorlauk, smátt söxuðum engifer og rjómaosti. Kryddið með salti og pipar.
Ef ekki á að bera músina fram strax er hægt að hita hana upp í ofni við 200°C í 10 mín.