Post date: Nov 10, 2010 10:43:24 PM
(fyrir 8-10)
Þessi uppskrift kemur úr Ostalyst 3. Ég hef gert hana 3 sinnum og hún hefur alltaf tekist vel. Það er svolítið maus að gera súkkulaðidropana en eftir nokkrar tilraunir tekst það.
500 g rjómaostur - úr 400 g dós
100 g flórsykur
2 msk. mjólk
4 blöð matarlím
2 tsk. vanilludropar - hægt að nota vanillusykur
5 dl rjómi - þeyttur
1 dolla Grottinis kirsuber - hægt að nota blöndur skógarber og eitthvern líkjör í staðinn
200 g suðusúkkulaði - best er að hafa nóg við höndina
Klippið út 8-10 plastlengjur úr nokkuð stífu plasti, 26 x 4,5cm. Bræðið súkkulaðið og kælið örlítið. rennið annarri hliðinni á plastlengjunni eftir súkkulaðinu, gætið þess að það sé súkkulaði á gllri hliðinni. Eða leggjið plastið á plötu og penslið súkkulaði á. Þrýstið endunum saman með súkkulaðihliðina inn, og festið saman með bréfaklemmu. Setjið á plötu klædda bökunarpappír. Kælið. Fjarlægið bréfaklemmuna og takið plastið varlega af.
Hrærið rjómaostinn mjúkan. Hrærið sykri, mjólk og vanilludropum saman við.
Leysið matarlímið upp og bætið við rjómaostinn.
Blandið rjómanum varlega saman við með sleikju.
Setjið hræruna í sprautupoka með víðri túðu. Látið leka af grottines, geymið löginn.
Setið súkkulaðidropa á disk. Fyllið að hálfu með ostahrærunni. Raðið Grottinesberjum yfur (magn eftir smekk). Fyllið dropann með hrærunni og sléttið að ofan. Kælið vel.
Sjóðið niður lög af berjum þar til þykknar og notið sem sósu. Skreytið diskinn með bræddu súkkulaði, berjum og myntulaufum.