Það eru margir sem eru hættir að borða eitthvað með geri í. Þá verður að finna til uppskriftir af uppáhalds bakkelsinu sem ekki innihalda ger.
Sýróp
1/4 bolli brætt smjör/smjörlíki
1/2 bolli púðursykur
1/4 bolli sýróp
1/2 tsk kanill
1/2 bolli valhnetur
Blandið öllu nema valhveturnum vel saman. Hellið ofan í form sem búið er að setja bökunarpappír innaní (minnkar uppvaskið og auðveldara að hvolfa kökunni), dreifið söxuðum valhnetum yfir. Setjið til hliðar.
Kanilsnúðar
3 bollar hveiti
2 msk sykur
1 tsk vanillusykur
1 1/4 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
1/2 tsk salt
1 1/4 bolli volg ab-mjólk
Blandið öllum þurrefnunum saman og hrærið svo ab-mjólkinni útí. Hrærið vel. Hnoðið á hveitistráðu borði eða mottu, mótið kúlu og fletjið út ca. 24x30 ferhyrning. Penslið með vatni og stráið kanilsykri yfir ca. 4 msk. Rúllið upp í pylsu. Deigið er mjög mjúkt og klístrað. Skerið með brauðhníf (eða tvinna) í 2-3 cm þykkar sneiðar og raðið ofan á sýrópið í forminu. Bakið við 200°C í ca 25 mín.
Hvolfið nær strax á disk, skrapið sýrópið af bökunarpappírnum og setjið ofan á kökuna.