Post date: May 26, 2011 3:14:33 PM
500 g hreindýrahakk
500 g svínahakk
4 msk. brauðrasp
1 egg
1 tsk. tímían
1 tsk rósmarin
salt og svartur, grófmalaður pipar eftir smekk
Blandið öllu saman og hnoðið í skál þar til hakkið er orðið samleitt.
Mótið bollur og steikið létt á pönnu upp úr olíu.
Sósa
100 g sveppir
1 skallott laukur fínt saxaður
1/2 tsk timian
1/tsk rósmarin
1/2 grænmetisteningur
5 dl rjómi
1/2 msk sojasósa
1 msk bláberjasulta eða bláber
1 tsk villikryddblanda eða kraftur
Salt og pipar eftir smekk
Steikið sveppina og laukinn upp úr olíunniafganginum af bollunum og blandið aðeins meiri olíu við.
Setjið kryddið saman við og hellið svo rjómanum yfir. Setjið restina útí og smakkið. Kryddið meira ef þið viljið.
Setjið bollurnar útí og látið malla í svolitla stund eða þar til bollurnar eru ekki lengur rauðar inní.
Gott er að setja vel hakkaðan kúrbít sem er búið að sía í hakkið.