Post date: Nov 10, 2010 11:35:13 PM
Þetta er jólakökuuppskrift úr Hendes Verden. Hún er einföld en mjög góð.
300 g hveiti
200 g smjör
1 dl sykur
1 1/2 msk vanilluduft
Perlu- eða hrásykur
Hnoðið allt saman, búið til pylsu og rúllið henni upp úr perlu- eða hrásykri. Kælið í klst. Skerið deigið í 1/2 cm þykkar skífur og leggið á bökunarpappír. Bakið í 8 mín við 200°C.