Post date: Nov 10, 2010 10:31:55 PM
2 dl vatn
1tsk sykur
100 g smjörlíki
100 g hveiti
3 egg
~3 dl hveiti
Vatn, sykur og smjör sett í pott og suða látin koma upp. Hveitið hrært saman við þar til þetta verður samanhangandi og líkist þéttu deigi. (Þegar ég gerði þetta í matreiðslu í 11 ára bekk var lýsingin: þar til deigið festist ekki lengur við pottinn. Þar sem ég geri þetta í teflonpotti þá á þessi lýsing ekki lengur við). Látið kólna. Eggin hrærð saman við í hrærivél. Deigið á nú að vera stíft þ.a. móta bollur á smjörpappír. Bakið við 225°í 20 mín, passið samt að hafa ekki of lengi. Kælið. Sprautið jarðaberjarjóma inní bollurnar með rjómasprautu og dýfið ofaní bráðið súkkulaði.