Post date: May 04, 2011 9:7:31 PM
Botn
8 haframjölskökur, hakkaðar
50 g smjör, bráðið
Kaka
1 msk sítrónusafi
1 tsk fínrifin börkur af sítrónu
250 g mascarpone ostur
100 g sykur
1 tsk vanillusykur
3 egg
Haframjölskökurnar hakkaðar í spað og bráðnu smjöri bætt útí. Þjappað niður í 21 cm smelluform sem búið er að smyrja (ég set alltaf bökunarpappír, annaðhvort bara neðst eða alveg inní í formið). Kælið.
Mascarpone ostur inn er látin í skál ásamt sítrónusafa, berkinum, sykri og vanillusykri. Hrært vel með þeytara. Einu eggi í einu hrært saman við til þess að ekki komi kekkir. Hellið deiginu ofaná botninn.
Bakað í 30 mín við 200°C þar til hún er dökk að ofan.
Það er í lagi að hún springi, það lagast þegar hún sígur þegar hún kólnar.
Ég hef prófað að setja fínskorin epli á botninn og svo deigið. Það er hægt að prófa aðrar tegundir af ávöxtum. Það þarf að passa að þeir "leki" ekki mikið þ.a. botninn verði of blautur.