Post date: Dec 26, 2010 4:38:1 PM
Þessar eru mjög góðar.
Uppskriftin er frekar lítil og ekkert má að tvöfalda hana.
250 g hveiti
eða 75 g heilhveiti og 175 g hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
50 g sykur
60 g smjörlíki
120 ml mjólk
sítrónu safi
Hitið ofninn í 200°C
Myljið smjörlíkið saman við, hveitið lyftiduftið og sykurinn þar til blandan er orðin einsleit.
Hitið mjólkina ásamt sítrónusafanum aðeins. Mjólkin á að skilja sig. Hellið volgri blöndunni í hveitiblönduna og hrærið í með sleif. Ekki hræra mikið.
Gerið 6 skonsur úr deiginu og bakið í 12-15 mínútur.