Þessi kaka er fengin héðan http://tastykitchen.com/
1. lag
¾ bolli sykur
1 bolli hveiti
2 tsk lyftiduft
⅛ tsk salt
30 g konsúm súkkulaði
30 g smjör/smjörlíki
½ bolli mjólk
1 tsk vanillusykur/vanilludropar
2. lag
½ bolli púðursykur
½ bolli sykur
4 msk kakóduft (ekki drykkjarmix)
3. lag
1 bolli kalt sterkt kaffi
Blandaðu saman sykri, hveiti, lyftidufti og salti í skál. Bræddu smjörið og súkkulaðið saman. Settu svo allt sem á að fara í 1. lag saman í hveitiskálina og blandið vel. Setjið í 20x20 smurt mót.
Blandaðu því sem á að fara í 2. lag saman og stráðu yfir 1. lag. Helltu svo 1 bolla af köldu kaffi yfir. Þetta mun líta hrikalega út. Skelltu þessu inn í ofninn í 40 mín við 175°C.
Best heitt með ís.