Þessar haframjölskökur klikka ekki. Uppskriftin er fengin frá ömmu Pheobe í Friends. Þetta gerir u.þ.b. 20 frekar stórar smákökur
100 g smjörlíki
1 bolli púðursykur
1 egg
1 tsk vanillusykur
2 bollar hafragrjón
1 1/4 bolli hveiti
3/4 tsk lyftiduft
3/4 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
1 1/2 bolli rúsínur
Þeytið saman mjúkt smjörlíki og púðursykur þar til það er "létt og ljóst". Bætið egginu saman við og hrærið áfram í 1 mín. Blandið þurrefnunum saman og setjið útí deigið. Að lokum eru rúsínurnar settar útí.
(Ef þið viljið hafa kökurnar grófari er hægt að skipta 1/2 bolla af hveiti út fyrir 1/2 bolla af heilhveiti.)
Búið til kúlur úr deiginu á stærð við stóra súperbolta og kremjið á plötunni með flötum puttunum. Kökurnar stækka við bakstur þ.a. ekki raða þétt á plötuna.
Bakið við 175°C í 15 mín.