Post date: Nov 10, 2010 10:34:24 PM
Þessi uppskrift er fengin frá mömmu hans Óla sem fékk hana frá samkennara sínum.
Deig
4 egg
2 dl sykur
200 g suðusúkkulaði - eða annað dökkt súkkulaði
200 g smjör
1 dl hveiti
Þeyta saman egg og sykur. Bræða súkkkulaði og smjör, kæla. Blanda súkkulaðiblöndunni varlega saman við eggjablönduna. Sigta hveiti og blanda útí. Bakað við 170°C í 30 - 45 mín.
Krem
50 g smjör
2 msk sýróp
100 g súkkulaði
Smjör, súkkulaði og sýróp hitað í potti og láta kólna aðeins áður en því er hellt yfir kökuna.