Post date: Nov 20, 2010 9:17:9 AM
Þessi uppskrift er upphaflega pekanhnetupæ en okkur Unni finnast valhnetur alveg jafngóðar.
Deig:
200g hveiti
salt á hnífsoddi
120 g smjör
Myljið saman hveiti, salt og smjör. Bætið ísköldu vatni saman við í dropatali og hnoðið þar til deigið verður viðráðanlegt. Kælið í hálftíma.
Klæðið smurt pæmót með deiginu. Til þess að skelin verði sem flottust er best að setja bökunarpappír ofan á botninn og fergja hana með t.d. þurrkuðum baunum meðan hún er inni í ofni. Bakið við 190°C í 20 mínútur takið baunirnar af skelinni og bakið í 5 mínútur í viðbót.
Fylling:
3 egg
1/8 tsk salt
1 tsk vanillusykur
200g púðursykur
4 msk sýróp
50 g smjör, brætt og kælt
100 g valhnetur, gróft saxaðar
8-12 heilir valhnetuhelmingar til skrauts.
Þeytið eggin með salti og vanillusykri. Bætið púpursykrinum, sýrópi og smjöri útí. Blandið seinast söxuðu hnetunum útí. Setjið fyllinguna í skelina og bakið í 30-35 mín við 175°C en setjið valhnetuhelmingana ofaná þegar pæið er búið að vera inní ofninum í 15 mínútur.
Gott er að bera fram með rjóma eða vanilluís.