Post date: Nov 21, 2010 2:16:53 AM
3 sítrónur
3/4 bolli sykur
2 stór egg
1/2 bolli smjör eða smjörlíki
Kreistið 1/2 bolla af safa úr sítrónunum. Þeytið saman safa, sykur og egg í skál. Hitið blönduna í um 20 mín (upp í tæpar 77°C) yfir vatnsbaði þar til hún verður þykk. Takið skálina af hitanum og hrærið smjörið í litlum bitum saman við.
Setjið heitt í vel hreinsaðar heitar krukkur. Ég set alltaf Bensonat í lokið. Geymist í einhverja daga opnað í kæliskáp.