Post date: Apr 21, 2011 7:23:50 PM
Fyrir 3
600 g svínalund
50 g gráðostur
6 valhnetuhelmingar
3 döðlur
Rauf skorin langsum í svínalundina þannig að hægt sé að fylla hana. Saxið valhnetuhelmingana og döðlurnar smátt og blandið saman við gráðostinn. Fyllið lundina og setjið saman með tannstönglum. Léttsteikið lundina upp úr olíu og smjöri. Setjið í eldfast mót.
1/2 laukur saxaður smátt
Gulrót skorin í þunnar sneiðar
1 peli kaffirjómi
20 g gráðostur
6 valhnetuhelmingar
1/8 af grænmetistening
Steikið laukinn og gulrótina þar til laukurinn er glær. Hellið rjómanum útá pönnuna og bræðið ostinn. Setjið restina útí og kryddið með salt og pipar. Hellið yfir lundina og bakið í 30-40 mín við 200°C. (Kjarnhitinn á að vera 70-72 °C).