Post date: Nov 10, 2010 10:29:41 PM
Þessi uppskrift er fengin að láni frá Vinum.
3/4 bolli mondlur með hýði
1 1/2 bolli hveiti
1/2 tsk lyftiduft
1/8 tsk salt
1 bolli sykur
2 stór egg
1 tsk vanillusykur
1 egg - til penslunar
Hitið ofninn í 200°C leggið möndlurnar á plötu og í 5 mínútur. Kælið þær og saxið gróft. Blandið þurrefnunum saman í skál og gerið holu í miðjuna, brjótið 2 egg í holuna og hrætið hveitiblöndunni saman við. Ef deigið er of blautt bætið þá meira hveiti saman við þar til það er orðið stíft og mjúkt. Hnoðið möndlunum saman við . Skiptið deiginu í tvennt og rúllið út hleif sem er 30 cm að lengd og 5 cm í þvermál. Penslið með einu eggi. Bakið í 30-35 mínútur mín við 200°C eða þar til þeir eru orðnir ljós brúnir. Skerið í 2 cm þykkar sneiðar á ská. Raðið sneiðunum á bökunarpappír og ristið í ofninum í 5-10 mín. Kælið.
Hægt er að geyma skorpurnar í loftþéttum umbúðum í margar vikur, einnig er gott að frysta þær.