Fyrir 2-3
500 g hreindýrakjöt í bitum
1-2 msk. smjör
100 g sveppir, skornir í sneiðar
25 g þurrkaðir villisveppir
1 laukur, saxaður
1 skalotlaukur, fínsaxaður
3 einiber, steytt
1 tsk rósmarín/timian
1 lárviðarlauf
1 tsk. villikrydd frá Pottagöldrum
1 dl villibráðarsoð eða hreindýrasoð (t.d. frá Oscar)
1 tsk sojasósa
1 msk sólberjasaft/sólberjasulta/bláberjasulta
1 msk rjómaostur
2,5 dl matreiðslurjómi
2 msk Madeira eða portvín
salt og pipar eftir smekk
Snöggsteikið kjötbitana upp úr smjörinu. Takið bitana af pönnunni og setjið þá í pott, steikið sveppina. Leggið villisveppina í bleyti í volgu vatni í 30 mín. Bætið lauknum á pönnuna og látið krauma í 5-7 mínútur. Setjið
laukinn og sveppina í pottinn með kjötinu og bætið einiberjunum, rósmarín/timian, lárviðarlaufunum og villikryddinu út í. Hellið soðinu yfir steikarskófina á pönnunni og hrærið meðan hún leysist upp setjið svo í pottinn. Hellið vatninu af villisveppunum og bætið þeim útí. Látið suðuna koma upp og sjóðið í 20-30 mínútur.
Bætið sojasósunni, saftinni, rjómaostinum, rjómanum og portvíninu út í og hitið að suðumarki. Hrærið vel og bragðbætið með salti og pipar eftir smekk. Berið fram með soðnum kartöflum eða kartöflumús, eplasalati og rifsberjahlaupi.