Post date: Apr 21, 2011 8:21:11 AM
1/2 dl kakó
1/2 dl kókosolía
1 dl Agavesíróp
1 dl hnetusmjör
1 tsk vanilluduft
5 dl múslí/granóla með súkkulaði
Blandið öllu saman í mixara nema múslíinu. Bræðið kókosolíuna með því að láta renna heitt vatn á krukkuna. Ég geri hnetusmjörið úr jarðhnetum í mixaranum áður en ég set restina útí. Blandið múslíinu saman við og setjið í box með bökunarpappír. Þjappið vel og setjið inn í ísskáp. Þegar blandan er örðin hörð er hún skorin í bita og borðuð eða sett í box og geymd í ísskápnum.