Post date: Nov 16, 2010 6:3:11 PM
Ég næ 12 múffum úr einni uppskrift.
2 dl sykur
2 dl hveiti
1 dl dökkt kakó
0,75 tsk lyftiduft
0,75 tsk matarsódi
0,5 tsk salt
1 egg
0,5 bolli mjólk
0,25 bolli olía
1 tsk vanillusykur
1 dl sjóðandi vatn
Hitið ofninn í 175°C
Setjið öll þurrefnin í skál og blandið vel, setjið allt nema sjóðandi vatn saman við og hrærið. Bætið sjóðandi vatni saman við og hrærið eins lítið og þarf. Bakið í minna en 20 mín fyrir múffur en 30 mín ef þið eruð að gera botn.