Post date: Jun 17, 2011 11:53:39 PM
Deig:
1 1/4 bolli hveiti
1/4 tsk salt
115 g smjör/smjörlíki
1/4 bolli sýrður rjómi
2 tsk sítrónusafi
1/4 bolli kalt vatn
Hræra saman hveiti, salti og smjörlíki saman þar til smjörið er orðið að litlum molum. Blanda sman sýrðum rjóma, sítrónusafa og köldu vatni og hræra vel með skeið. Hella útí hveitiblönduna og blanda saman með sleif þar til deigið rétt hangir saman. Ekki hræra of lengi.
Setja í poka eða matarfilmu og inn í ísskáp í klukkutíma.
Fletjið út í 30 cm hring á hveitistráðu borði.
Fylling:
1 kúrbítur sneiddur í 2-3 mm þykkar sneiðar
1/2 bolli ricotta ostur
1/2 bolli rifinn Parmesan ostur
1/4 bolli rifinn annar ostur, gouda, mozzarella, ...
1 tsk basill
Kúrbíturinn er lagður á eldhúspappír og salti stráð yfir (ca. 1/2 tsk í allt). Látinn liggja í 30 mín og þurrka svo af honum vatnið.
Blandið öllu öðru saman og saltið og piprið. Setjið ricottablönduna á útflatt deigið en skiljið 2-3 cm kant. Kúrbítsneiðunum er raðað vel í hring ofan á ricottablönduna. Brjótið kantinn yfir bökuna. Penslið kantinn með þeyttri eggjarauðu.
Bakið við 200°C í 30-40 mín eða þar til bakan er gullinbrún á kantinum.