250 g hveiti
75 g möndlur hakkað smátt
2 tsk engiferduft eða 1 tsk raspað ferskt engifer
1 tsk kanill
1 tsk lyftiduft
1/2 tsk matarsódi
smá af negul, múskati og pipar
200 ml hunang
85 g smjör
1/2 tsk sítrónudropar eða 2 tsk raspaður sítrónubörkur
Blandið öllum þurrefnunum saman.
Bræðið smjör, hunang og raspaðan sítrónubörk og engifer ef notað.
Hellið hunangsblöndunni yfir hveitiblönduna og hrærið vel saman. Kælið aðeins. Hægt er að geyma deigið í nokkra daga í ísskápnum.
Mótið 30 kúlur úr deiginu og setjið á bökunarplötu. Passið að hafa svolítið pláss í kringum kúlurnar. Fletjið þær örlítið niður ef þær gera það ekki sjálfar.
Bakið í 15 mín við 190°C. Kælið á vírgrind. stráið flórsykri yfir eða dýfið ofan í blöndu af:
100 g flórsykri
1 eggjahvítu
Önnur uppskrift
225 g hveiti
50 g malaðar möndlur
1 tsk kanill
1/2 tsk engifer eða 1/2 tsk raspað ferskt engifer
1/4 ysl múskat
1/4 tsk matarsódi
85 ml hunang
115 g púðursykur
30 g smjörlíki
1 egg slegið
Blandið öllum þurrefnunum saman.
Bræðið smjör, hunang, púpursykur og raspaðan engifer ef notað.
Hellið hunangsblöndunni yfir hveitiblönduna og hrærið vel saman. Kælið ef deigið er heitt.
Blandið egginu saman við þegar deigið er orðið volgt.
Kælið aðeins. Hægt er að geyma deigið í nokkra daga í ísskápnum.
Mótið 30 kúlur úr deiginu og setjið á bökunarplötu. Passið að hafa svolítið pláss í kringum kúlurnar. Fletjið þær örlítið niður ef þær gera það ekki sjálfar.
Bakið í u.þ.b. 10 mín við 180°C. Kælið á vírgrind. Stráið flórsykri yfir eða dýfið ofan í blöndu af:
25 g flórsykri
2 tsk vatn