Post date: May 27, 2011 3:28:26 PM
4 bollar kjúklingasoð
1 laukur smátt saxaður
100 g sveppir sneiddir
1 bolli risotto hrísgrjón
1/4 bolli hvítvín
1/2 bolli rifinn Parmesan ostur
Útbúið kjúklingasoðið úr krafti og heitu vatni, haldið því heitu.
Steikið lauk og sveppi hægt í nægri olíu þar til laukurinn er orðinn glær.
Bættu hrísgrjónunum saman við og látið bulla í smá stund. Bætið hvítvíninu útí og látið bulla þar til það hefur soðið af. Hafið á 1/3 af hæsta hita.
Nú byrjum við að bæta soðinu útí á u.þ.b. 2 mín fresti í ausuvís. Hrærið í af og til.
Frá þessum tíma ætti að taka um 20 mín að klára réttinn. Það fer að mestu eftir hrísgrjónunum og hitanum.
Þegar hrísgrjónin eru orðin eins og þú vilt tekur þú pönnuna af hitanum og bætir parmasan ostinum saman við og berð fram.