Þessi súpa var búin til úr afgöngum sem voru til eftir sushi kvöld einu sinni. Uppskriftin dugar fyrir 2-3.
2 dósir Kósosmjólk
1 cm engiferrót
4 tsk lemongrass úr krukku annars 1-2 stönglar lemongrass
3 hvítlauksrif
3 sveppir
1/2 kúrbítur
1 lítil gulrót
1 dós tómatakraftur
1/4 teningur grænmetiskraftur salt og pipar
200-300 g fiskur (lax, skötuselur eða annar hvítur fiskur)
Skerið engifer, lemongrass og hvítlauk smátt og steikið í potti í smjöri. Hrærið stöðugt í og passið að blandan brenni ekki við. Skerið restina af grænmetinu í hæfilega stóra bita og látið malla með í skamma stund. Hellið kókosmjólkinni útí og kryddið með salti og pipar hitð að suðu en látð ekki sjóða í 30 mín til 4 klst. Bætið fisknum útí 10 mín áður en bera á súpuna fram.
Til að gera súpuna matarmeiri er gott að setja hrísgrjón í hana áður en hún er borin fram.
Gott er að hafa nýbakað brauð með súpunni.