Post date: Nov 10, 2010 11:15:52 PM
Þessi uppskrift var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var 17 ára. Ég fékk hana frá Soffíu mömmu þeirra Hörpu og Valrósar.
Innihald (fyrir 4)
150 g skinkubitar
100 g sveppir - skorinn í bita
lítil dós ananas - skorinn í bita
1 paprika - skorinn í bita
2 dl gular baunir
1/2 agúrka - skorinn í bita
2 1/2 dl rjómi
100 g smurostur
2 dl pilsner
3 msk tómatsósa
salt og pipar
pínu karrý
Steikja skinkubita, sveppi, ananas, papriku, gular baunir og agúrku í smjöri. Hella rjóma á pönnuna og blanda smurost útí, þegar smurosturinn er ekki lengur í kekkjum er pilsnernum og tómatsósunni bætt útí og kryddað eftir smekk með salti, pipar og karrý.
Hellið yfir pasta. Gott er að hafa hvítlauksbrauð með.