5-600 g svínastykki (hef notað úrbeinaðan skanka)
2,5 dl nautakraftssoð
3 dl eplasafi
1-2 laukar
2 hvítlauksgeirar
1 grænt epli skorið í a.m.k. 16 báta
1 tsk þurrkað rómarín
1 lárviðarlauf
salt
pipar
Kjötstykkið er þurrkað, saltað og piprað og svo brúnað á pönnu. Sett í pott sem er nógu stór til að rúma allt. Nautakraftinum og eplasafanum er hellt yfir. Laukurinn er skorinn í sneiðar og steiktur þar til hann er glær. Þá er rósmaríni og hvítlauksgeirum bætt útí og steikt í nokkrar mínútur í viðbót. Laukurinn er settur í pottinn ásamt eplabátunum. Pipar og salti stráð yfir. Set í 150°C heitan ofn í 3 klst. Þegar 30 mín eru eftir er vökvanum hellt í pott og soðið niður um helming. Kjötinu er skellt í pottinn aftur og inn í ofn. Ef sósan er ekki nógu þykk er hægt að þykkja hana með 1 tsk hveiti og 2 msk vatni sem hefur verið hrist saman. sósan bragðbætt. Lauknum og eplunum er bætt útí og látið malla í nokkrar mínútur. Potturinn tekinn út úr ofninum og sósunni hellt yfir. Borið fram með hrísgrjónum og salati.
Sósan verður mjög góð en hægt að bragðbæta hana m.a. með 1/2 tsk balsamik ediki, cayanpipar á hnífsoddi, 1 tsk hunang/púðursykur.