Post date: Nov 10, 2010 10:51:15 PM
Þessi uppskrift kemur úr uppskriftabók frá Nóa og Siríus.
Deig:
125 g hveiti
125 g sykur
125 g smjör
Fylling:
5 epli
1/2 bolli salthnetur - saxaðar - má sleppa
1/2 bolli suðusúkkulaði - brytjað - má sleppa
5 msk kanelsykur
Blandið saman því sem í deigið á að fara. Flysið eplin og skerið niður, setjið í smurt eldfast mót stráið kanelsykrinum yfir og blandið hnetunum og súkkulaðinu saman við. Myljið deiginu yfir og bakið í 30-45 mín við 200°C eða þar til deigið er orðið ljósbrúnt og eplin maukuð.