Botn:
10 hakkaðar haframjölskökur
40 g brætt smjör
Fylling
450 g ricotta ostur
3 egg
1 tsk vanillusykur
1 msk kartöflumjöl
100 g sykur
100 ml sýrður rjómi
Hrærið botninum saman og þjappið honum í 21 cm smelluform. Skiljið eggin og stífþeytið eggjashvíturnar. Hrærið allt annað vel saman. Hrærið eggjahvítunum varlega saman við með sleif. Hellið yfir botninn.
Bakið í 160°C heitum ofni í 50 mín.
Hægt er að búa til ricotto ost skv. þessari uppskrift. 2L af mjólk gefa um 450 g af osti.