Fyrir 4
1 kg af lambakjöti með lítilli fitu td. skanka og lærissneiðar.
1/2 bolli hveiti
1/2 tsk pipar
1/2 tsk salt
2 msk olía
1 msk smjör
300 g gulrætur
150 g smálaukar (shallot, perlu eða annað)
2 paprikur, gul og rauð
150 g litlir sveppir
2 tsk timian
1 tsk steinselja
2 lárviðarlauf
salt og pipar
3,5 dl af rauðvíni
1 dl portvín eða blá-/krækiberjavín
Skerið aukafitu af lambastykkjunum. Blandið saman hveiti, salti og pipar húðið lambabitana með hveitiblöndunni. Steikið upp úr olíunni og smjörinu.
Skerið allt grænmetið nema sveppina í stóra bita. Steikið.
Hellið rauðvíninu, portvíninu og kryddinu í eldfast mót með loki, setjið svo kjötbitana í mótið og grænmetið ofaná.
Eldið í ofni við 150°C í 2 klst eða við 100°C í 3-4 tíma.
Gerið sósu úr soðinu með því að bragðbæta með salti, pipar og timian. Þykkið aðeins.