Post date: Nov 21, 2010 2:13:6 AM
Gerir 0,9-1 l af hlaupi.
3 10 cm rauð chili
2 stórar paprikur
1 bolli eplaedik
600 g sykur
6 tsk sultuhleypir
Fræhreinsið chiliin og paprikurnar. Skerið í bita og setjið í matvinnsluvél með hluta af edikinu og maukið. Setjið í pott ásamt hluta af sykrinum og hitið að suðu og látið malla í nokkrar mínútur. Potturinn tekinn af hitanum, sultuhleypi hrært saman við restina af sykrinum og svo útí pottinn, sett aftur á helluna, látið sjóða í 2 mínútur og hrært oft á meðan. Tekið af hitanum, látið standa smástund og síðan hellt í hreinar krukkur og kælt.