3 kjúklingabringur eða 6 kjúklingaleggir
1 bolli súrmjólk eða ab mjólk
1/2 tsk hvítlauksduft
1/2 tsk laukduft
1/2 tsk timian
1/2 tsk paprika
Salt og pipar
2 bollar af muldu kornflexi
1/4 bolli parmasan ostur rifinn fínt
Salt og pipar
Skerið kjúklingabringuna í langar ræmur 3 cm breiðar (hver bringa í 3 ræmur). Ef leggirnir eru notaðir þá er gott að taka skinnið af áður.
Blandið saman súrmjólk, hvítlauksdufti, laukdufti, timian, papriku, salt og pipar.
Þurrkið bitana vel og setjið í marineringu í 3-12 tíma í súrmjólkurblöndunni.
Myljið kornflexið mjög vel og blandið parmasan ostinum saman við, saltið og piprið. Takið kjúklingaræmurnar upp úr marineringunni og látið leka vel af. Veltið vel upp úr kornflexinu og þrýstið niður þ.a. ekki séu og blautir blettir á kjúklingabitunum. Setjið á vírgrind, spreyið með PAM spreyi eða látið bráðið smjör/smjörlíki dropa ofaná og bakið í ofni við 200°C á blæstri í 10 mín snúið þá við og bakið í aðrar 10 mín eða þar til kjúklingabitarnir eru steiktir í gegn.