Post date: Nov 10, 2010 11:17:59 PM
Þessi uppskrift er ættuð frá ömmu (hennar mömmu) í Nýlendu. Það er svolítið gróft og því gott að borða eintómt eða með smjöri.
Innihald:
1 bolli rúgmjöl
3 bollar heilhveiti
2 bollar hveiti
1 bolli haframjöl
1 tsk sykur
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
- AB-mjólk og vatn
Öllu hrært saman og bleytt í með AB-mjólk og vatni. Bætið síðan 1 tsk sódaduft sem hefur verið leyst upp í 1 bolla af volgu vatni einnig saman við. Deigið á að vera svolítið blautt þegar það fer í form. Bakist við 180°C í klukkutíma og látið strax í plastpoka.