Post date: Feb 06, 2011 9:9:57 PM
Sósa
1/4 bolli mæjónes
2 tsk smátt saxaður jalepenos
3/4 tsk sykur
1/2 tsk cummin
1/2 tsk paprika
1/8 tsk cayenne pipar
1/8 tsk hvítlauks duft
smá salt
Hrærið allt saman sem á að fara í sósuna.
----------
4 hveititortillur
1-2 kjúklingabringur eða
4 kjúklingafillet
1 bolli bragðmikill ostur
1 bolli gouda ostur
Steikið kjúklinginn uppúr olíu, gott er að skera kjúklingabringuna eftir endilöngu þ.a. úr verði tvær þunnar sneiðar. Skerið smátt.
Hitið pönnu á meðalhita, setjið eina tortillu á pönnuna en hafið bara helming hennar á pönnunni, setjið 1/4 af ostinum ofaná tortilluna. Setjið 1/4 af kjúklingnum ofaná ostinn. Smyrjið 1 msk af sósinni á hinn helminginn og leggið tortilluna saman og þrýsið lítið eitt með spaða. Hitið þar til osturinn er bræddur. Skerið hverja tilbúna Quesadillu í 4 parta.