Post date: Nov 10, 2010 11:24:4 PM
Kjúklingaréttur fyrir 6 manns
Marinering
6 kjúklingabringur
1 msk púðursykur
1 msk austurlensktkarrý
3 msk fínt hakkaðar salthnetur
1/2 bolli sojasósa
1/2 bolli lime safi
2 rif hvítlaukur maukaður
Blandið saman púðursykur, karrý, hnetusmjör, sojasósa, lime safi og hvítlauk í dollu.
Ef ykkur líkar vel við sterkann mat er gott að setja smá chiliflögur saman við.
Skerið kjúklingabringurnar í strimla. Marinerið í 2 klst eða yfir nótt.
Setjið strimlana á grillpinna og grillið.
Sósa
2/3 bolli hnetusmjör
1 dós kókosmjólk
1/4 bolli sótrónusafi
2 msk sojasósa
2 msk púðursykur
1 msk engifer - smátt saxaður
4 rif hvítlaukur maukaður
1/4 bolli kjúklingasoð
1/4 bolli rjómi
smá cayanne pipar
Blandið saman hnetusmjör, kókosmjólk, sítrónusafa, sojasósa, púðursykur, engifer, hvítlauk
og cayanne í pott. Hitið yfir vægum hita þar til sósan er orðin nokkuð þykk.
Bætið við kjúklingasoðinu og rjómanum og hrærið með písk. Kælið sósuna eða hitið.
Berið fram með hrísgrjónum eða kúskús og brauði.